Erla María Theodórsdóttir

Erla María Theodórsdóttir

Erla María er með BSc gráðu í iðnaðarverkfræði og viðskiptafræði. Ástríða hennar fyrir heilsu og hreyfingu varð til þess að hún sótti einnig námskeið hjá Fusion Fitness Academy til að verða hóptímakennari og bætti síðar við sig einkaþjálfaranum hjá World Class.

Í gegnum árin hefur Erla María stundað fjölbreytta líkamsrækt, allt frá styrktarþjálfun til ólíkra hóptíma, og nýtir þá reynslu í kennslu sinni. Hún leggur mikinn metnað í að skapa fjölbreytta og hvetjandi tíma þar sem þátttakendur fá sem mest út úr hverri æfingu.