Karitas Guðrún Pálsdóttir
Karitas Guðrún er hóptímaþjálfari og hefur kennt hotfit, spinning, butlift og fleira í World Class síðustu ár. Hennar helstu áhugamál eru hreyfing, þjálfun og heilbrigður lífsstíll. Hún stundar lyftingar og styrktarþjálfun af kappi, hleypur, fer í crossfit og finnst æðislegt að fara í göngutúra og fjallgöngur.
Karitas æfði jazzballett í JSB á yngri árum en frá 15 ára aldri hefur hún stundað líkamsrækt af miklu kappi, bæði í tækjasal og hóptímum. Árið 2022 keppti hún fitness og segir það tímabil hafa verið virkilega lærdómsríkt og krefjandi.
Karitas er með einkaþjálfararéttindi frá ISSA og hefur sótt þjálfaranámskeið í pilates á Íslandi. Hún stundar núna BS nám í næringarfræði og stefnir á mastersnám í framhaldi af því.